• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Villi Asgeirsson

Drafting ideas...

  • Novels
  • Blog
  • Translations
  • Newsletter

publishing

Undir Svörtum Sandi – hinn langi vegur

17 October 2019 by villia Leave a Comment

Þessi dagur markar endalok langrar ferðar. Snemma á árinu 2006 – fyrir rúmum 13 árum – langaði mig að gera stuttmynd. Ég var nýbúinn að klára kvikmyndaskólann og framtíðin var björt. Hugmyndirnar komu og fóru, engin þeirra virtist vera sérstaklega spennandi. Mig langaði að gera íslenska mynd, ég saknaði landsins míns. Afi var veikur og ég vildi búa til ástæðu til að fara heim og vera þar í einhvern tíma. En það komu engar hugmyndir sem mér fannst þess virði að kvikmynda.

Kvöld eitt lagðist ég upp í rúm, lokaði augunum. Ég sá hana fyrir mér. Stúlkuna á heiðinni. Mörgum árum áður hafði ég verið að keyra yfir Hellisheiði um nótt. Var að fara að heimsækja afa og ömmu fyrir austan Selfoss. Þar sem ég kom upp brekkuna fyrir ofan Skíðaskálann, stóð stúlka við veginn. Ég man svo vel eftir henni. Hún var sennilega um 170cm á hæð, grönn og klædd eins og hún ynni á sjúkrahúsi. Ég sá hana of seint og keyrði framhjá. Skildi ekki hvað ung kona var að gera ein á heiðinni um miðja nótt, svo ég stoppaði, vildi gefa henni far ef hún þyrfti að komast heim, en það var enginn þarna. Morguninn eftir sagði ég afa frá þessu, hann fyllti inn í eyðurnar og ég var hissa að hann vissi hvar þetta nákvæmlega gerðist og hvernig hún var. Hann sagði mér að fleiri hefðu séð hana, að hún hefði búið á Selfossi of farist í bílslysi á þessum stað. Hún var í námi, vildi verða hjúkrunarkona og var á leiðinni í bæinn eftir jólafrí.

Mörgum árum seinna lá ég í rúminu og reyndi að sofna. Ég sá hana aftur þar sem ég lá með augun lokuð. Sá atburðarásina sem varð neistinn að stuttmyndinni sem mig langaði að gera. Konan við veginn, maðurinn keyrir of hratt, keyrir á hana. Hann liggur fram á stýrið og þorir ekki að athuga hvað hefur gerst, þegar hún ávarpar hann. Hún situr við hliðina á honum. Þau keyra af stað en það er eitthvað skrítið við þetta. Hún verður dekkri og óljósari, orð hennar óræðari. Svo fer henni að blæða, hann reynir að finna tissjú í hanskahólfinu, er ekki að fylgjast með veginum, hún biður hann um að hægja á sér en hann vill bara hjálpa henni. Þegar hann lítur upp, er það of seint. Hann sér konuna á veginum fyrir framan sig, reynir að beygja frá en bíllinn rennur til. Keyrir á hana. Hann liggur fram á stýrið og þorir ekki að athuga hvað hefur gerst. Þegar hann loks lítur upp, er hann einn. Hann staulast út úr bílnum og finnur hana við vegkantinn.

Þessi saga spilaði sig fyrir augum mínum í rúminu. Um leið og henni var lokið, sofnaði ég.

Morguninn eftir opnaði ég tölvuna og skrifaði þetta áður en ég gleymdi því. Pétur og Emilía voru komin í heiminn. Næstu vikur fóru í að finna út hvað sagan væri um og sumarið var ég tilbúinn að fara til Íslands og kvikmynda. Atburðarásin í bílnum var límið sem hélt myndinni saman, en önnur atriði gerðust hér og það í Íslandssögunni. Ég fann leikara og fullt af fólki sem langaði að hjálpa til. Amma þekkti til hjá Leikfélagi Selfoss og ég fékk lánaða búninga þar. Við tókum upp í Reykjavík, Breiðafirði, á Skógum, í Reynisfjöru og víðar.

Það kom fljótlega í ljós að sagan var of stór fyrir stuttmynd. Við byrjuðum að klippa hana strax eftir að ég kom aftur út til Hollands og fyrsta útgáfan var 45 mínútur. Það varð að klippa hann niður. Endanlega útgáfan var 23 mínútur, minnir mig, sem er eiginlega tvöfalt lengra en ég hefði talið æskilegt.

Í október 2008 var myndin sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Fyrir þann tíma hafði fullt af fólki pantað diskinn. Það eru fullt af DVD diskum í hillum á Íslandi merktir Svartur Sandur. Það er þó ekki RIFF útgáfan. DVD útgáfan er ekki eitthvað sem ég myndi láta frá mér í dag. Ég lærði að maður á að klára hlutina áður en þeim er leyft að fara út í heiminn.

Fljótlega eftir að tökum var lokið fór ég að vinna í handriti að kvikmynd í fullri lengd. Það var komið í þokkalegt form haustið 2008. Ég sendi það á kvikmyndaframleiðendur á Íslandi og það voru einhverjir sem sáu eitthvað í því. Það var áhugi. Ég var vongóður og hélt áfram að skrifa og laga það til. Fljótlega eftir Hrunið varð þó augljóst að það voru engir peningar til og kvikmyndin yrði ekki gerð. Ég gafst þó ekki upp og hélt áfram að senda nýjustu útgáfurnar til leikstjóra og framleiðenda.

Einhvern tíma á árinu 2010 fékk ég skilaboð frá leikstjóra. Hann hafði lesið handritið og vildi hitta mig. Vildi segja mér að hann hefði ekki burði til að gera kvikmyndina en vildi koma því til skila að þetta væri mjög sérstök saga og að samtölin í handritinu væru þau bestu sem hann hefði séð í íslensku handriti. Þau væru eðlileg, ótilgerðarleg, lifandi. Hann afsakaði að geta ekki gert myndina en sagði mér að ég yrði að skrifa bók upp úr handritinu. Ég hló, fannst það allt of mikið stórvirki. Ég held varla nægri athygli til að klára kaffibolla. Hann hamraði og þegar ég gekk út af Hressó, hafði hann plantað þessu fræi.

Ég byrjaði strax að skrifa. Kláraði fyrsta kaflann en komst ekki lengra. Ákvað að reyna að skrifa á ensku og þá kom sagan hratt. Ári seinna var bókin tilbúin. Það angraði mig að ég hafði skrifað íslenska sögu á ensku, svo ég umturnaði öllu og lét söguna gerast í Skotlandi. Það eru enn leifar þess í bókinni sem kemur út í dag. Þar sem Pétur stendur efst í Hallgrímskirkjuturninum, pirrast hann á því að það séu engir djöflar og púkar á íslenskum kirkjum. Ég hafði nefnilega skrifað fyndið atriði þar sem hann er að fara að fremja sjálfsmorð en stendur í hrókasamræðum við púkana. Það var ekki hægt í íslenskum veruleika, svo hann hugsar um púkana sem eru ekki þarna.

Sumarið 2012 lét ég prenta sjö bækur og lét fólk hafa til að lesa og láta mig vita hvað mætti betur fara. Sex komu með athugasemdir um stafsetningu og minniháttar gloppur, en einn lesandinn var ekki sáttur. Þetta er íslensk saga, sagði hann. Af hverju er hún að gerast í Bretlandi? Þú þarft að endurskrifa þetta.

Mér féllust hendur. Sex ár voru liðin og ég þurfti að byrja upp á nýtt.

Ég settist niður og skrifaði. Það var seint í maí 2013 að ég var loksins búinn. Under the Black Sand var til, hún gerðist á Íslandi, var að vísu á ensku, en hún var tilbúin. Ég hafði hent út 10-20 atriðum úr fortíðinni, hreinsað hana, gert fyrsta kaflann aðgengilegri.

Bókin var upphaflega gefin út á Amazon. Það var bara hægt að fá hana sem rafbók. Ég hafði eytt svo miklum tíma í þetta að ég lét hana vera. Það voru engar skrúðgöngur, engin læti, engar tilraunir til að fá fólk til að taka eftir henni. Bókin var til og það var nóg.

Ég skrifaði aðra bók, Blood and Rain, vann í að skrifa Hunger City en hætti við að klára hana, fór að vinna í Mont Noir sem kemur sennilega út á næsta ári, bjó til miðaldaheim sem mig langaði að skoða og skrifa bókaröð um. Ég hugsaði líka um framhald, hvert gæti ég tekið Svarta Sandinn? Var það góð hugmynd að skrifa framhald? Mér fannst endirinn það sterkur að framhald yrði að vera það besta sem ég gæti nokkurn tíma skrifað.

Þar sem ég vann í öðrum verkefnum (og vann vinnu og aldi upp barn og meira), fór ég að hugsa um það hvernig Sandurinn kæmi út í íslenskri þýðingu. Það var fólk sem vildi vinna það verk en það dróst. Ég fór að skoða söguna. Hvernig væri tíma mínum best varið, í að þýða eitthvað sem þegar var til eða skrifa eitthvað nýtt.

Þar sem ég las bókina aftur, fannst mér hún eiga erindi við fólkið mitt á Íslandi. Ég yrði að gera þetta sjálfur. Þetta var mín saga, mín rödd, mín sýn á Ísland nútímans og sögu þjóðarinnar.

Það hefur tekið um tvö ár að þýða bókina. Það er með hléum. Íslenska útgáfan er eitthvað lengri en sú enska, það var svo gaman að leika sér með íslenska staðhætti og hugmyndir. Margir staðir sem voru óræðir í ensku útgáfunni því útlendingar þekkja þá ekki eru nefndir og þeim lýst á íslensku. Íslendingar vita strax hvað ég á við þegar ég segi Hólavallagarður, Fjölnisvegur, Langisjór, Meðalland, Móðuharðindi, Tjörnin.

Undir Svörtum Sandi var alltaf íslensk saga og það er ólýsanleg tilfinning að hafa loksins tekist að gera hana aðgengilega íslendingum. Það eina sem ég sé eftir er að afi og amma muni aldrei fá tækifæri til að lesa hana. Þeim entist ekki aldur til. Ég hefði kannski átt að vinna þetta hraðar, en ég er ekki sá sem ég var fyrir fimm eða tíu árum. Það er sennilega ástæða fyrir því að þessi bók er tilbúin núna en ekki þá.

Kæri lesandi. Þessi pistill er orðinn of langur, en ég vona að hann hafi gefið þér hugmynd um hvað Svarti Sandurinn er, hvaðan hann kom og af hverju þetta verður alltaf sú bók sem mér þykir vænst um. Ég vona innilega að þú fáir tækifæri til að lesa hana og að þú látir vita hvernig þú upplifðir hana.

Dagurinn í dag markar endalok ferðar sem hófst með lokuðum augum fyrir 13 árum, eða á heiðinni fyrir 31 ári. Sért þú að lesa þetta á útgáfudegi, langar mig að gefa þér eintak. Farðu á Smashwords og fylltu inn kóðann YZ68H og bókin er þín, endurgjaldslaust. Kóðinn gildir í dag, 17. október 2019.

Ég verð á landinu í næstu viku og tek nokkrar harðspjaldabækur með. Langi þig í prentaða bók, láttu mig vita.

Takk fyrir að lesa. Bókin mun nú öðlast eigið líf án minna afskipta. Hún er til, komin út í heiminn og mun nú lifa sjálfstæðu lífi.

Hér fyrir neðan eru tvö sýnishorn. Annað er myndband sem ég gerði við tónlist sem Guy Fletcher (Dire Straits) gerði fyrir myndina, hitt er stikla sem ég gerði fyrir ensku bókina. Þar syngur Samkór Selfoss (með afa) lagið Sofðu Unga Ástin Mín.

Filed Under: Film, Novel, Writing Tagged With: black sand, iceland, novel, publishing

The Rush to Publish

8 October 2019 by villia Leave a Comment

Last night, someone sent me a message saying Under the Black Sand was being discussed in a reader’s group on Facebook. That is pretty cool, so I took a look. She was happy with it and the novel kept her interested and I was thrilled to read that. However…

She mentioned having to ignore typos. I immediately recognised that she must have been one of the first buyers of the book and that she had that dreaded first upload.

I worked on that story for seven years. Wrote the screenplay for the short film and shot it in 2006, finished the edit in 2008 and had it premiered at a film festival. Then I wrote a screenplay for a full movie and that was finished in 2010. I was then told to write the novel and that was done in 2011. A year later a completely different version was completed where it takes place in Scotland rather than Iceland. I was adviced, by a beta reader, to move it back to Iceland and I did. Finally, I published the finished novel in 2013.

Typos. Yeah, I guess I must have been tired of the story, I wanted it out, out of my system and into the world. After seven years, I rushed it.

When I first heard of the problems, I went through it again, fixed a few things – not just the typos – and re-uploaded it. And I learned a lesson.

Never publish a book until it’s done. Never publish a book because you want it out of your system. Publish it because it is ready to be published.

I offered her a new copy but she said it wasn’t too bad. I said I looked forward to hearing what she thought after she’d finished reading it.

Always remember, the work you publish is out in the world and revisions won’t fix copies already sold. Make you work the best it can be before you publish.

Filed Under: Novel, Reviews, Social Media, Writing Tagged With: black sand, editing, novel, publishing, reviews

Free Books! Happy New Year!

5 January 2019 by villia Leave a Comment

HAPPY NEW YEAR!

To celebrate the arrival of 2019 and the fact that I’m obsessively working on my third novel, and planning to publish it in 2019, I have created coupons that allow anyone to buy my novels for nothing.

The two first novels, Under the Black Sand and Blood and Rain are absolutely free at Smashwords for a short period of time.

If you don’t have them yet, jump over there and get them. Time is short.

And see you later in the year when Mont Noir becomes a thing.

The free novels can be found here.

Filed Under: Novel, Promotions, Writing Tagged With: black sand, blood and rain, mont noir, novel, publishing, writing

Back Home?

7 November 2018 by villia Leave a Comment

Yesterday was a big day. After living in a kind of limbo for years, Under the Black Sand is finally home. Sort of. It has finally been translated into Icelandic.

As some may know, it takes place in Iceland. It follows Iceland’s history from settlement to modern times, yet it was never available in the language spoken in the country.

While I self-published the novel at the time, I think I may want to try to find a publisher for the Icelandic version. Watch this space. I’ll keep you posted.

Filed Under: Novel, Writing Tagged With: black sand, novel, publishing, writing

Reviews and indy authors

28 February 2017 by villia Leave a Comment

As mentioned in a previous post, my novels are self-published. This means I have no means of displaying posters in city centres or underground stations, they won’t be lying face up in bookstores and there won’t be any morning television appearances where I explain where the spark came from and what I’m trying to tell the world.

I can say anything I want here, I can share my Smashwords interview with you, I can bombard my Facebook page and let the gems rain down on you on Twitter, but you won’t see me or my novels standing proud next to you on a poster at the bus stop. My reach is limited. But all is not lost.

Review that darned book.
Review that darned book.

Reviews are the most effective way to advertise my work. I know quita few people have read my debut novel, Under the Black Sand. I know at least some liked it, as the reviews were good and I was told so by quite a few readers I’ve met in person. An advance reader told me Blood and Rain was even better than Under the Black Sand. She’s read them both. I can see where she’s coming from, as Blood and Rain was designed to be a much easier read.

So I’m asking you to post a review if you’ve read my novels and you like them. Anything will do, from “I liked it” to a huge dissection of the characters and what the story did for you.

Whatever you do, please post a review. Doesn’t matter where. We all have our favourite online outlets, whether it be Amazon, Kobo or whatever. Just post that review. It is the only effective way I have to have my work seen by a larger audience.

Thank you.

Here are a couple of reviews for Under the Black Sand. They range from a single sentence to a few paragraphs:

This crime novel swings from standard mystery to very different mythology. Very pleasing story that is tied up well. Most of the characters are very real but not sympathetic. No sweethearts traipsing through this tundra. Great melding of ancient and co temporary conflict.

—

An interesting tale.

—

I bought this book as I like stories based in Iceland. It sat in my ‘wish list’ for ages as I was unsure whether or not to buy. There were no reviews to guide me. However I am so happy that I did in the end purchase it.

This fast moving story is about a forceful businessman, set in todays post 2008 bank collapse Iceland, trying to get a large project passed a political and environmental restistance to his plan. As the story develops you get flashbacks to the past, his past, which eventually consumes his time. It is a story of love over the centuries, of struggle against hard times and also of murder. I cannot give to much away as this will ruin your enjoyment. If you like a slightly supernatural story this is for you. Very good.

Filed Under: Novel, Social Media, Writing Tagged With: black sand, blood and rain, novel, publishing, reviews, social media, writing

Blood and Rain – novel published

27 February 2017 by villia 1 Comment

For immediate release.

Blood and Rain, Villi Asgeirsson’s second novel, is published on 3 March 2017. It is a historic novel, taking place in civil war Spain in 1937. The novel follows a young Icelander, Gunnar Ólafsson, as he tries to realise his dream of becoming a world famous journalist. You can find a short description of the novel at the end of this release.

Blood and Rain - paperback cover
Blood and Rain – paperback cover

The publishing of Blood and Rain is different from the usual model. It is self-published, meaning the author himself is bringing it to the world without any middle men (or women). As side effect of this is that the physical book will not be available in bricks and mortar bookstores. It will be available at some online retailers though and through the author’s website. The eBook will be available just about anywhere.

By making the route from author/publisher to the reader as short as possible, price can be kept at a minimum, as there are no upfront printing costs, no publishing costs or other overheads. This has allowed for an interesting experiment.

The price of Blood and Rain will be determined by the reader. If the reader deems the novel to be worth nothing, they will pay nothing. If they enjoy it or want to support independent authors, they can pay more than the advice price of €2.99,- It’s up to them.

After a month, the results will be published on the author’s site, http://www.villiasgeirsson.com with the amount of eBooks sold, what the minimum and maximum prices were, along with the average price paid. This should shed some light on what people are willing to pay for a novel by a virtually unknown author.

Blood and Rain is all about Anarchism, so letting the people decide seems only logical.

The novel will be available on Amazon and can now be pre-ordered through Smashwords, a distributor that will help make it available on all other platforms.
https://www.smashwords.com/books/view/702053

A short synopsis follows:

Gunnar was a young journalist in Iceland. Covering local news bored him and he was desperate to get out of this one-way street to oblivion. As Spain erupted into Civil War, he saw his opportunity, his road to greatness.

Barcelona was a city of colourful propaganda posters and interesting characters. Friendships were forged, they laughed, drank and fought together, but he would have to repay his debt. The price of entry into this war was betraying his friends.

Nothing would be the same after Barcelona burst into flames, on 3 May 1937. Nobody could be trusted, friends turned on each other and survival was the only thing that mattered.

Filed Under: Novel, Writing Tagged With: blood and rain, novel, publishing, writing

  • Page 1
  • Page 2
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Recent Posts

  • A New Novel – coming soon
  • Free. Worthless or priceless?
  • Translations? How? Why?
  • Paperback Writer – how to get them?
  • Happy New 2023!

Recent Comments

  • Iain CM Gray on Happy New 2023!
  • Verrader – een kort verhaal on A Traitor Lay Dying – a short story
  • villia on Is it possible?
  • Chris on Is it possible?
  • Reviews and indy authors | Villi Asgeirsson on Blood and Rain – novel published

Archives

  • May 2025
  • April 2025
  • April 2024
  • January 2023
  • December 2022
  • November 2022
  • June 2021
  • May 2021
  • April 2021
  • March 2021
  • February 2021
  • January 2021
  • January 2020
  • October 2019
  • January 2019
  • November 2018
  • September 2018
  • August 2017
  • March 2017
  • February 2017
  • September 2016
  • March 2016
  • January 2016
  • November 2015
  • October 2015
  • November 2014
  • September 2013
  • June 2013
  • May 2013
  • March 2013
  • February 2013
  • October 2012
  • September 2012
  • August 2012
  • July 2012

Categories

  • Blog
  • Film
  • Icelandic
  • Music
  • Novel
  • Personal
  • Politics
  • Promotions
  • Reviews
  • Short Stories
  • Social Media
  • Thoughts
  • Uncategorized
  • Website
  • Writing

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org

Novels

  • Newsletter
  • Novels
    • Blood and Rain
    • Under the Black Sand
  • Translations

Copyright © 2025 · Author Pro on Genesis Framework · WordPress · Log in

 

Loading Comments...