- Publisher: Villi Asgeirsson
- Available in: Hardback, Paperback, ePub, Kindle
- ISBN: 9780463248591
Pétur nýtur sín í heimi peninga og valda þar sem menn í viðskiptum reyna að hagnast og stjórnmálamenn þykjast vera heiðarlegir. Hann er tilbúinn til að ryðja forsætisráðherra úr vegi þegar hún reynir að koma í veg fyrir yfirtöku hans á stærsta orkuframleiðanda landsins. Ekkert getur staðið í vegi fyrir honum.
Ekkert nema martraðirnar sem spanna þúsund ár í Íslandssögunni. Þær eru þreytandi tímasóun sem hann reynir að leiða hjá sér. Allt breytist þegar honum er send ljósmynd af konunni í draumunum. Hann skilur ekki hvernig nokkur gat vitað af tilvist hennar, hvernig hún gat sloppið úr ímyndunum hans og inn í raunheiminn.
Skilin milli veruleikans og martraðanna brenglast þegar maður er myrtur á skrifstofunni. Gamla húsið úr draumunum virðist vera lykillinn að myrkri fortíðinni og þegar hann stígur inn fyrir þröskuldinn verða martraðirnar áþreifanlegri en heimurinn sem hann lifir í.
Undir Svörtum Sandi er fyrsta bók höfundar, nú í íslenskri þýðingu.
Bókina er hægt að finna hér:
Goodreads
Amazon
Kobo
Barnes & Noble
Smashwords
Kilja – uppseld í bili.
Harðspjaldabók með kápu – uppseld í bili.